Æfingar hjá sunddeildinni komnar á fullt

Æfingar hjá sunddeild Reynis eru á laugardögum og sunnudögum klukkan 10:00 – 11:00 fyrir börn 6 ára og eldri.  Allir eru velkomnir að mæta, en gott er að foreldrar komi með yngri börnunum.

Þjálfari er Davíð Valgarðsson og síminn hjá honum er 7712773 og með honum er svo hæfileikaríkt ungt aðstoðarfólk sem hefur verið að æfa sund.

Allir æfingatímar hafa verið settir inn á viðburðardagatalið.

 

Mynd: frá sundæfingu