Hannes tekur við Reyni

Hannes Jón Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Reyni en samningur þess efnis var undirritaður í gærkvöldi. Hannes hefur lokið UEFA A þjálfaragráðu og hefur víðtæka reynslu af þjálfun, bæði sem aðal- og aðstoðarþjálfari. Hann hefur meðal annars stýrt meistaraflokki RKV, Magna Grenivík og hefur starfað sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Þór Akureyri.

Lesa meira →

Sigurgeir Sveinn Gíslason

Sigurgeir Sveinn Gíslason í Reyni

Sigurgeir Sveinn Gíslason hefur gengið til liðs við Reyni en hann lék síðast með BÍ/Bolungarvík í 1. deildinni í fyrra. Sigurgeir á að baki 229 leiki í deildar- og bikarkeppni og hefur í þeim skorað 30 mörk. Þessi 29. ára gamli Ísfirðingur hefur leikið lykilhlutverk fyrir vestan og bar meðal annars fyrirliðaband liðsins síðustu tímabil. Knattspyrnspyrnudeild

Lesa meira →

Sigurður Jóhannsson

Minningarorð

Reynismenn minnast fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar Reynis, Sigurðar Jóhannssonar sem lést föstudag 26. febrúar eftir erfiða en hetjulega baráttu við langvarandi veikindi. Það eru fáir einstaklingar sem hafa gefið meira af tíma sínum og orku til Reynisfélagsins en Siggi Brans, eins og hann var oftast kallaður. Á yngri árum lék hann knattspyrnu með félaginu, hann fór

Lesa meira →

Nýr yfirþjálfari yngri flokka

Sameiginlegt unglingaráð Reynis og Víðis skrifuðu í dag undir 5.ára ráðningasamning við knattspyrnumanninn Guðjón Árna Antoníusson. Guðjón er knattspyrnu áhugamönnum vel kunnugur enda hefur hann spilað fjölmarga leiki með meistaraflokkur Víðis, Keflavíkur og FH. Guðjón mun starfa sem yfirþjálfari yngriflokka án þess þó að vera að þjálfa flokka sjálfur og stýra stefnumótunarvinnu fyrir yngriflokkastarf félaganna.

Lesa meira →

Afmælishappdrætti Reynis

Dregið hefur verið í afmælishappdrætti Knattspyrnufélagsins Reynis en miðar voru seldir á afmælishátíðinni síðastliðinn föstudag. Vinningaskrá: Icelandair Cargo: 50.000 kr gjafabréf hjá Icelandair     Miði nr. 504 Draumahár : Gjafabréf OG Geosilica : kísilsteinefni    Miði nr. 738 Icelandic Ný-fiskur : Gjafabréf OG Hárgreiðslu og Snyrtistofan Spes: gjafabréf OG Nettó: Gasgrill    Miði nr. 446 Ormsson: Jamie Oliver

Lesa meira →

Upphitun: Reynir – Berserkir

Reynismenn mæta Berserkjum á morgun, föstudag kl 20 á K&G vellinum. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á árinu en þau leiku saman í Lengjubikarnum og svo í 3. deildinni fyrr í sumar. Í báðum þessum leikjum höfðu Reynismenn betur, 4-1 í Lengjubikarnum og loks 6-1 í deildinni. Reynir hefur verið á góðri

Lesa meira →

Scott Ramsay í Reyni

Reynir hefur fengið miðjumanninn Scott Mckenna Ramsay til liðs við sig frá Grindavík. Scotty þekkja allir Sandgerðingar en hann lék sín fyrstu ár á Íslandi með Reyni. Það má því segja að hann sé kominn aftur heim. Scotty á að baki 320 leiki á Íslandi með Reyni, Grindavík, KR og Víði og hefur skorað í

Lesa meira →

Norðurbær – Suðurbær / 80 ára afmæli Reynis

Sælir Sandgerðingar og aðrir landsmenn nær og fjær. Það styttist í hina árlegu keppni í fótbolta milli norður og suðurbæjar Sandgerðis og viljum við biðja áhugasama að merkja við og taka frá föstudaginn 28. ágúst. Nú sem fyrr er mótið að sjálfsögðu hluti af hátíðardagsskrá Sandgerðisdaga. Mótið verður með sama fyrirkomulagi og verið hefur en

Lesa meira →

Skemmtikvöld Reynis

Skemmtikvöld Knattspyrnudeildar Reynis verður haldið í Reynisheimilinu laugardaginn 9. maí nk. Dagskrá: Leikmannakynning Hobbitarnir Stache & Beard Gunnar á Völlum Boðið verður upp á grilluð fiskispjót og er miðaverð litlar 2000 kr. Húsið opnar kl 19:00 og hefst borðhald kl 20:00. 18 ára aldurstakmark Takið daginn frá, miðasala verður auglýst síðar.