Norðurbær – Suðurbær / 80 ára afmæli Reynis

Sælir Sandgerðingar og aðrir landsmenn nær og fjær. Það styttist í hina árlegu keppni í fótbolta milli norður og suðurbæjar Sandgerðis og viljum við biðja áhugasama að merkja við og taka frá föstudaginn 28. ágúst. Nú sem fyrr er mótið að sjálfsögðu hluti af hátíðardagsskrá Sandgerðisdaga. Mótið verður með sama fyrirkomulagi og verið hefur en

Lesa meira →

Skemmtikvöld Reynis

Skemmtikvöld Knattspyrnudeildar Reynis verður haldið í Reynisheimilinu laugardaginn 9. maí nk. Dagskrá: Leikmannakynning Hobbitarnir Stache & Beard Gunnar á Völlum Boðið verður upp á grilluð fiskispjót og er miðaverð litlar 2000 kr. Húsið opnar kl 19:00 og hefst borðhald kl 20:00. 18 ára aldurstakmark Takið daginn frá, miðasala verður auglýst síðar.

Happdrætti meistaraflokks

Meistaraflokkur Knattspyrnudeildar Reynis stendur fyrir happdrætti og er miðaverð 1500 krónur. Frábærir vinningar eru í boði og er heildarverðmæti vinninga yfir 500 þúsund krónur. Hægt er að nálgast miða hjá leikmönnum meistaraflokks. Dregið verður 30. apríl nk. Vinningaskrá: 1. 66° Norður jakki frá UPS 2. Fjórhjólaferð hjá Snilldarferðum 3. Gjafabréf að verðmæti 30.000 kr í Ormsson

Lesa meira →

Reynir – Víðir frestað

Leik Reynis gegn Víði í B deild Lengjubikars karla, sem fram átti að fara á morgun, hefur verið frestað um óákveðin tíma. Fyrsti leikur Reynismanna í Lengjubikarnum verður því gegn ÍR í Egilshöllinni fimmtudaginn 19. mars nk.