Eðvald fann loksins fjölina og var funheitur | Reynir vs Kormákur – 2 deild karfa

Frekar léttur sigur gegn liði Kormáks frá Hvammstanga.  Allir leikmenn fengu sínar mínútur og var það helst sem stóð upp úr var að Halldór Theodórsson virtist ekki ætla að leyfa neinum að taka fráköst í fjórða leikhluta og tók hann 9 fyrstu fráköstin.

Eðvald Ómarsson fann loksins fjölina og var funheitur og þá sérstaklega í fjóra leikhluta með 4 þrista úr fimm tilraunum og 3/5 úr tvistum í leikhlutanum.

Lánsmaðurinn Ólafur Helgi Jónsson sem kemur úr UMFN í gegn um venslasamning, átti ágætisleik í sínum fyrsta leik með Sandgerði og var hann með eindæmum þjófóttur í leiknum.

Tölfræðin hjá Reynismönnum:

Hlynur Jónsson 3 stig, 1/4 vítum, 3 villur, 3 VF, 1/3 (2), 0/6 (3), 1 stol, 2 tap
Atli Fannar Skúlason 3 stig, 1 villu, 1 þrist, 0/3 (2), 1/4 (3), 2 stoð
Alfreð Elíasson 0 stig, 3 villur, 1VF, 1SF, 0/3 (2), 2 tap, 2 stoð
Rúnar Ágúst Pálsson 15 stig, 4/4 vítum, 1 villu, 3 þrista, 2VF, 1/4 (2), 3/6 (3), 5 stol, 3 tap, 5 stoð
Kristján Smárason 9 stig, 1/2 vítum, 1 villu, 7VF, 4SF, 4/13 (2), 0/4 (3), 3 stol, 5 stoð
Ólafur Helgi Jónsson 13 stig, 1/2 vítum, 2 þrista, 5VF, 1SF, 3/4 (2), 2/4 (3), 7 stol, 3 tap, 2 stoð, 2 blokk
Hinrik Albertsson 8 stig, 4 villur, 1VF, 1SF, 4/7 (2), 0/3 (3), 4 stol, 7 tap, 1 stoð
Eðvald Ómarsson 22 stig, 1 villu, 4 þrista, 1VF, 5/9 (2), 4/9 (3), 1 stol, 1 tap
Elvar Þór Sigurjonsson 8 stig, 4VF, 3 SF, 4/4 (2), 3 stol, 2 tap, 4 stoð, 1 blokk
Halldór Theódórsson 0 stig, 7VF, 5VF, 0/1 (2), 1 stoð
Egill Birgisson 6 stig, 2 villur, 5VF, 1SF, 3/4 (2), 1 tap