Herrakvöld knattspyrnudeildar Reynis 2018

Frábært herrakvöld í febrúarstormi

Herrakvöld knattspyrnudeildar Reynis fór fram í sal félagsheimilis okkar þann 10. Febrúar síðastliðinn. Óhætt er að segja að veðurguðirnir hafi gert sitt ítrasta til að bregða fæti fyrir herramennina á leið sinni á skemmtunina því mikill snjóstormur geisaði þennan dag. Menn létu sér hvergi bregða og fylltu húsið eins og Reynismönnum einum er lagið.

Magnús Þórisson í Réttinum bauð upp á dýrindis forrétta- og steikarhlaðborð. Maturinn var í hæsta gæðaflokki, „gargandi snilld“ eins og einn gesta orðaði svo vel. Kann ksd. Reynis Magnúsi bestu þakkir fyrir hans ómetanlega stuðning við félagið nú sem endranær.

Sveinn Waage stjórnaði veislunni af miklum myndarbrag og kitl hláturtauga lá sérlega vel fyrir honum þetta kvöldið því menn veltust um af hlátri. Sonur Sandgerðis, Hjörvar Hafliðason, var ræðumaður kvöldsins. Dansaði hann fimlega á línunni frægu en skilaði sínu hlutverki með miklum glæsibrag. Hinn dyggi stuðningsmaður Reynis, Hobbitinn Hlynur Þór Valsson, lokaði svo kvöldinu með nokkrum vel völdum stemmningslögum og fékk meira að segja kokkinn og laumusöngvarann Magnús til að taka lagið.

Glæsilegt uppboð og happdrætti glöddu margan gestinn, þökkum við styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn í kringum kvöldið. Sérstakar þakkir fá starfsmenn kvöldsins sem gáfu sína vinnu félaginu til heilla.

Við biðjum svo betri helminga bæjarins að taka frá föstudagskvöldið 2. nóvember því þá fer fram Konukvöld knattspyrnudeildar Reynis.

Herrakvöld knattspyrnudeildar Reynis 2018
image-4480

Herrakvöld knattspyrnudeildar Reynis 2018
image-4481

Herrakvöld knattspyrnudeildar Reynis 2018
image-4482