Háspennuleikur á nýju ári Reynir – Leiknir Reykjavík

Sigur eftir framlengingu 75 – 73.

Fyrri hálfleikurinn var hörkuspennandi frá byrjun. Þar bar það helst að Rúnar skoraði meira en helming stiga heimamanna. Reynis liðið leiddi með fimm stigum í hálfleik.

Í seinni hálfleik hélt barningurinn áfram en samt höfðu Reynismenn frumkvæðið allt þar til að um fjórar mínútur voru eftir þá komst Leiknisliðið fjórum stigum yfir og ekki loku fyrir það skotið að farið hafi um Reynisliðið en með dugnaði tókst að jafna leikinn og lokastaðan var síðan 67 – 67.

Framlenging því staðreynd.

Reynisliðið tókst að ná fimm stiga forskoti fljótlega og það bil náðu Leiknismenn aldrei að brúa þrátt fyrir hetjulegabaráttu.

Úrslit því 75 – 73 .

Tvö stig í húsi í slagsmála leik þar sem að Teddi var rekinn úr húsi