Haukar B komust áfram í 16 liða úrslit eftir sigur á Reynismönnum

Leikurinn á föstudag einkenndist af mikilli baráttu sem kom síðan niður á sóknarleiknum. Reynismenn voru í því að elta allan leikinn og komust aðeins einu sinni yfir í leiknum 29-28.  Þriggja stiga karfa frá Rúnari í lok fyrri hálfleiks tryggði jafna stöðu fyrir seinni hálfleikinn 35-35.

Það var síðan slæmur kafli um miðbik þriðja leikhluta þar sem að Haukar B skoruðu 13 stig í röð sem reyndist vera of stór biti að brúa. Samt voru síðustu tvær mínúturnar hörkuspennandi og var það fyrir lélega vítanýtingu Haukamanna 2/10 á þeim mínútum sem gerði þetta að leik.

Reynismenn fengu tækifærin til að stela leiknum en því miður þá tókst það ekki og Haukar B fóru því áfram í 16 liða úrslit eftir 70-72 sigur.

Tölfræði Reynis

 • Alfreð Elíasson  15 stig 3/4 vítum 3 villur
 • Eðvald Ómarsson 15 stig 2/2 vítum 3 þrista 3 villur
 • Rúnar Pálsson  10 stig 2/2 vítum 2 þrista 5 villur
 • Egill Birgisson  8 stig 3 villur
 • Elvar Sigurjónsson  7 stig 1/2 vítum 4 villur
 • Einar Einarsson  7 stig 1/2 vítum 1 villu
 • Ólafur Geir Jónsson 6 stig 1/4 vítum 1 þrist
 • Hinrik Albertsson 2 stig 4 villur
 • Halldór Theódórsson 2 villur
 • Atli Skúlason
 • Hlynur Jónsson