Europcarvöllurinn í Sandgerði

Heimavöllur Reynis verður Europcarvöllurinn

Knattspyrnudeild Reynis og Bílaleiga Akureyrar hafa gert með sér styrktarsamning sem gildir út árið 2020.

Meðal annars felst það í samkomulaginu að heimavöllur Reynis mun bera nafnið „Europcarvöllurinn“ keppnistímabilin 2018 og 2019.

Mjög háar skuldir frá fyrri árum hvíldu á knattspyrnudeildinni þegar ný stjórn tók við völdum í október síðastliðnum og er þessi samningur liður í því að lækka skuldir félagsins.

Sú vinna hefur gengið vonum framar og bindur stjórnin vonir til þess að hægt verði að borga skuldir deildarinnar niður að fullu á yfirstandandi fjárhagsári.