Hjörtur Fjeldsted og Hafsteinn Rúnar Helgason þjálfa Reyni Sandgerði

Það gleður stjórn Knattspyrnudeildar Reynis að tilkynna það að Hjörtur Fjeldsted og Hafsteinn Rúnar Helgason hafa skrifað undir samning um þjálfun meistaraflokks karla til næstu 3ja ára.
 
Hjört og Hafstein ættu allir Reynismenn að kannast við
 
Hjörtur er 34 ára keflvíkingur sem verið hefur viðloðandi knattspyrnuna í Sandgerði frá árinu 2004, ýmist sem leikmaður eða þjálfari. Hann á að baki 144 leiki með Reynir. Hjörtur hefur undanfarin ár þjálfað í yngri flokkum félagsins og var einnig nú í sumar Agli Atlasyni til aðstoðar við þjálfun meistaraflokks.
 
Hafsteinn er 29 ára Sandgerðingur sem lék síðast með Reyni árið 2007. Hafsteinn á að baki 101 leik með Reyni. Hafsteinn mun ennfremur leika með liðinu. Undanfarin ár hefur Hafsteinn leikið með BÍ og Stjörnunni þar áður.
 
Stjórn knattspyrnudeildar býður þá Hjört og Hafstein velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins við þá.
 
Áfram Reynir!