Hrunamenn stóðust álagið og fóru með sigur af hólmi 86 – 78

Reynismenn heimsóttu Flúðir í gærkvöldi þar sem baráttuglaðir Hrunamenn voru heimsóttir.

Hrunamenn byrjuðu leikinn sterkt og fengu að taka helst til hart á Reynismönnum.  Þetta var nóg til að setja Reynir út af laginu og sóknarleikurinn gekk mjög illa í fyrsta leikhluta en staðan eftir fjórðunginn var 16-9 fyrir heimamönnum.

Annar leikhluti

Annar leikhluti þróaðist líkt og sá fyrsti þar sem heimamenn voru mjög baráttuglaðir og duglegir beggja megin á vellinum. Reynismenn voru heldur klaufskir í sóknarleiknum þar sem þeim var ýtt út úr öllum þeirra sóknaraðgerðum, og í kjölfarið fengu lítið rúm til að athafna sig hvort sem það var varnarmegin eða sóknarmegin. Hrunamenn leiddu í hálfleik 42-30.

Þriðji leikhluti

Í þriðja leikhluta var mikil barátta á milli liðanna þar sem tekist var hressilega á af báðum liðum. Reynismenn söxuðu á forskotið en Hrunamenn náðu reglulega að svara áhlaupi Reynismanna. Hrunamenn voru að spila ákveðið á þessum tímapunkti og settu mikilvægar körfur sem héldu Reyni í ákveðinni fjarlægð. Línan í dómgæslunni var þó heldur misjöfn, í hörðum leik voru Hrunamenn komnir í skotrétt um miðjan fjórðunginn á með Hrunamenn fengu 3 liðsvillur í fjórðungnum.

Fjórði leikhluti

Í fjórða leikhluta sýndu  Reynismenn baráttuanda en höfðu komið sér slæma stöðu í þriðja leikhluta, Hrunamenn leiddu með 12 stigum eftir 3.leikhluta. Varð smá hasar í leiknum þar sem Reynir minnkaði niður í 5 stig og stemmningin var þeirra megin. En með þrautseigju náðu Hrunamenn að standast álagið og fóru með sigur af hólmi 86-78. Mikil harka var í leiknum sem sló Reynismenn út af laginu, misjöfn lína var lögð af dómurum leiksins sem hentuðu Reynismönnum illa.

 

Instagram mynd (Klukkutími í leik): /karfa.reynir