HeForShe verkefnið

Hver nennir að horfa á kellingar að leika sér með bolta?

Í morgun fór í dreifingu stutt myndband þar sem nokkrir leikmenn úr Dominio´s deild karla fara á kostum og er þetta partur af samstarfi KKÍ við UN Women í HeForShe verkefninu.

#‎HeForShe miðar að því hvetja karlmenn og stráka til vitundar um hvernig þeir geta lagt baráttunni lið í nærumhverfi sínu.

Samkvæmt rannsókn á vegum UN Women verður kynjajafnrétti náð í heiminum árið 2095 ef við höldum áfram á sömu braut á sama hraða. Með stráka og karlmenn um borð er talið að kynjajafnrétti verði náð helmingi hraðar.

Í dag eru 10.943 karlmenn hér á landi skráðir sem HeForShe og í samstarfi við Domino’s deildina ætlum við að hækka þessa tölu upp í 16.000.

Sýndu karakter og skráðu þig á www.heforshe.is strax í dag því kynjajafnrétti er keppnis!

Vídeó

 

 

Mynd: skjáskot úr myndbandi