Íþróttagallar fyrir sunddeildina

Sunddeild Reynis er að fara af stað með kaup á íþróttagöllum fyrir sundiðkendur. Sundiðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt frá því að hafist var handa á ný eftir að sundlaugin var endurnýjuð. Sunddeildin gaf iðkendum boli á síðasta ári og eru nú þeir sem voru að byrja búnir að fá boli merkta sunddeildinni.

Íþróttagallarnir eru svartir hummel gallar, alveg eins og knattspyrnan er með nema liturinn, gallarnir verða kostaðir af foreldrum en sunddeildin mun greiða að hluta niður.