Jafntefli hjá Víði og Reyni Sandgerði í markaleik

Jafntefli hjá Víði og Reyni Sandgerði í markaleik

Víðir í Garði og Reynir Sandgerði mættust í gærkvöldi á Leiknisvelli í Breiðholti í frestuðum leik í Lengjubikarnum. Leikurinn bauð uppá 8 marka jafntefli þar sem að spilandi aðstoðarþjálfari Víðismanna skoraði jöfnunarmarkið kom á lokamínútum leiksins.

Víðir komst í 2-0 með mörkum frá Árna Gunnari Þorsteinssyni á 11. mínútu og svo með sjálfsmarki Reynismanna á 22. mínútu. Sandgerðingum tókst þó að jafna metin fyrri hálfleik með sjálfsmarki á 26. mínútu og svo var það Margeir Felix Gústavsson sem að skoraði á 36. mínútu.

Nánari umfjöllun um leikinn er hægt að lesa á vef Víkurfrétta hér.

 

Mynd: af facebook síðu Reynir Sandgerði