Keflavíkurmótin komin í viðburðardagatalið – Ertu með myndir frá mótunum?

Knattspyrnumót yngri flokka á vegum knattspyrnudeildar Keflavíkur er haldið í Reykjaneshöllinni og mun yngri flokkar Reynis og Víðis taka þátt í mótunum.

Nánari upplýsingar um mótið hér.

Öll mótin hafa verið sett inn á viðburðardagatalið hér á reynir.is.

Ertu með myndir frá mótunum?

Við hvetjum alla að senda myndir á okkur til birtingar hér á reynir.is, en hægt er að senda myndirnar á netfangið reynir@reynir.is eða í gegnum þetta einfalda form hér.

Ertu með Instagram?  Mundu eftir tagginu #reynirs

Minnum síðan á Instagram taggið okkar #reynirs, en myndirnar birtast sjálfkrafa hér á forsíðunni.  Athugið að myndir birtast ekki ef Instagram er stillt á „private“ hjá þér!

 

Mynd/6. fl stúlkna: Hlynur Johannsson