Mynd: úr Tímanum, 29. september 1965

Knattspyrnufélagið Reynir verður 80 ára | Áttu ljósmyndir frá síðustu 80 árum sem snerta sögu félagsins?

Knattspyrnufélagið Reynir verður 80 ára þann 15. september næstkomandi.  Af því tilefni stendur til að halda veglega afmælishátíð síðar á árinu og einnig er ætlunin að gefa út afmælisrit.

Við leitum því til ykkar kæru Reynismenn nær og fjær. Ef þið eigið í fórum ykkar ljósmyndir frá síðustu 80 árum sem snerta sögu félagsins þá óskum við góðfúslega eftir því að fá þær til afnota og jafnvel til varðveislu. Einnig lýsir félagið eftir hlutum úr sögu Reynisfélagsins, t.d. vantar nokkra verðlaunagripi frá sögufrægum sigrum í knattspyrnunni frá síðustu 40 árum eða svo.

Vinsamlegast hafið samband við undirritaðan í síma 8961795 eða með tölvupósti á flugfisk@rafpostur.is

Fyrir hönd Knattspyrnufélagsins Reynis
Jón Bjarni Sigursveinsson.

 

Mynd: úr Tímanum, 29. september 1965
Greinina er hægt að lesa með því að smella hér.