Reynir Víðir - TM mót 2015

Krakkarnir í Reynir/Víðir stóðu sig frábærlega vel á TM mótinu

Reynir Víðir - TM mót 2015
image-4237
TM mót Stjörnunnar var haldið tvær helgar. 25. – 26. apríl og 2.-3. maí, en mótið er haldið fyrir stúlkur og drengi í 5.- 6.- og 7. flokki í knattspyrnu.  Krakkarnir í Reynir/Víðir stóðu sig frábærlega vel á mótinu.

Spilaður var fimm manna bolti á fjórtán leikvöllum í einu.  Hjá stúlkum voru fjórir styrkleikaflokkar en sex hjá drengjum.  Eins og áður segir þá náði mótið yfir tvær helgar, svo hvert lið fengu sem mestan leiktíma. Allir iðkendur fengu gjöf og þátttökupening í lok móts.

Myndaleikur TM Stjörnunnar fór fram fyrir mót, þar sem öll lið sendu inn skemmtilega mynd af hópnum.  Það var Rósa Guðmundsdóttir sem tók meðfylgjandi mynd af Reynir/Víðir.  Við val á bestu myndinni er farið eftir því hversu mikið hefur verið lagt í útfærslu, frumleika myndarinnar osfr.  Það var 7. flokkur karla í Stjörnunni sem unnu myndaleik TM og í verðlaun var út að borða og í bíó fyrir alla liðsmenn og þjálfara.