Lokahátíð sunddeildarinnar – Foreldrar hvattir til að taka þátt

Nú líður að lokum tímabilsins hjá sunddeildinni. Af því tilefni verður smá sprell í sundlauginni fimmtudaginn 11. júní kl. 17:00. Það verður sprell og gleði í sundlauginni og endað á grillveislu. Foreldrar barna í sunddeildinni eru hvattir til að hoppa í sundföt, kíkja í sundlaugina og láta ljós sitt skína með krökkunum. Forráðamenn sunddeildarinnar vona að sem flestir sjái sér fært að mæta í sundlaugina á fimmtudaginn og taka þátt í fjörinu.