Lokahóf knattspyrnudeildar Reynis

Lokahóf knattspyrnudeildar Reynis verður haldið í Reynisheimilinu laugardaginn 20. september nk.

Húsið opnar kl 19:30 og hefst borðhald kl 20. Boðið verður uppá hlaðborð frá veitingastaðnum Panda og mikla gleði.

Veislustjóri verður Turninn sjálfur (Hjörtur Fjeldsted) auk þess sem Ólafur Þór mun taka nokkur vel valin lög á gítarinn. Að venju verða veittar viðurkenningar og lofum við hrikalega skemmtilegum og stuttum ræðum.

Miðaverð er aðeins 2000 kr og fer miðasala fram föstudagskvöldið í Reynisheimilinu frá kl 20-22.