Mikil gróska hjá sunddeildinni – Ný stjórn kosin á aðalfundi

Á aðalfundi sunddeildar Reynis sem haldinn var á miðvikudaginn 28.11.2008, var kosin ný stjórn, en stjórnin er þannig skipuð:

  • Formaður: Guðmundur Jón Magnússon
  • Gjaldkeri: Alda Smith
  • Ritari: Gróa Axelsdóttir
  • Varamenn:  Bylgja Baldursdóttir og Þorbjörg Bragadóttir.
  • Fráfarandi formaður, Elísabet Þórarinsdóttir, gaf ekki kost á sér áfram í stjórn.  Elísabet hefur starfað í stjórn sunddeildarinnar í 12 ár og síðust 4 árin haldið ein utan um starfssemi deildarinnar.

Í kjölfar þess að nýja sundlaugin var tekin í notkun hefur áhugi barna aukist mikið á sundíþróttinni.  Núna æfa um 40 börn sund.  Æfingar eru á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 17 fyrir börn 7 til 10 ára og kl. 18 fyrir 11 ára og eldri.  Þjálfari er Guðrún Ósk Gunnlaugsdóttir.

Eftir æfingu í síðustu viku komu krakkarnir saman í Reynisheimilinu þar sem þeim var boðið upp á pizzu og gos og horfðu á skemmtilega bíómynd.  Í desember stendur til að vera með sundmót.  Ýmislegt fleira er á döfinni sem ný stjórn mun kynna.

Áhugi foreldra virðist vera að aukast á íþróttaiðkun barna sinna.  Margar góðar hugmyndir fæddust á aðalfundinum meðal foreldra um starf sunddeildarinnar.

Ljóst er að með nýrri stjórn er bjart framundan hjá sunddeildinni.