Norðurbær - Suðurbær

Myndir frá norður- og suðurbæjar mótinu

Myndir bæði frá norður- og suðurbæjar mótinu og veislunni góðu er hægt að nálgast á vef nordursudurbaer.is.

Fótboltaveislan Norðurbær-Suðurbær fór fram í níunda sinn í ágúst s.l. á K&G vellinum í Sandgerði.

Myndirnar voru teknar af Garðari Ólafs photo og er óhætt að segja að vel hafi tekist til.

Hin rómaða saltfiskveisla fór fram í Reynisheimilinu og í boði var léttsaltaður og gulur fyrir lengra komna ásamt saltfiskrétti ala Arnar Garðars hjá Soho.  Þétt skemmtidagskrá var um kvöldið, gamanmál að hætti hússins, verðlaunaafhendingar og var það Suðurbær sem sigraði mótið, Helgi Björns mætti á svæðið ásamt Stefáni Magnússyni gítarleikara og var söngur og gleði sem réð ríkjum fram eftir nóttu.

Myndirnar má skoða á heimasíðu mótsins, þ.e. myndir frá keppninni hér og myndirnar frá veislunni hér.

Mynd: Garðar Ólafs