Nú er knattspyrnusumrinu að ljúka og aðeins eitt er eftir | Kæra Reynisfólk

Nú er knattspyrnusumrinu að ljúka og aðeins eitt er eftir, við þurfum að koma vellinum okkar í vetrarbúning.

Það eru nokkur verkefni sem þarf að ganga frá á vellinum fyrir veturinn svosem að taka niður skilti og fleira í þeim dúr.

Við ætlum að hittast á laugardagsmorgunin kl. 10:00 og fara í þessi verkefni saman, margar hendur vinna létt verk!

Við stefnum á að vera búin að klára fyrir hádegi og þá er hægt að setjast niður í Reynisheimilinu og gæða sér á dýrindis súpu og horfa á Liverpool vs. Everton.

Sjáumst á laugardagsmorguninn! Áfram Reynir!