Sveinn Hans Gíslason og Bergur Eggertsson hjá Nesfisk

Nýir styrktaraðilar hjá körfuknattleiksdeild Reynis | Íþróttahúsið verður Nesfiskhöllin

Mikið hefur gengið á hjá körfuknattleiksdeildinni síðustu daga. Fyrst ber að nefna að liðsmenn meistaraflokks komu að því að koma upp glæsilegum körfuboltavelli við skólann.  Hann á efalaust eftir að draga að sér fullt af börnum og fullorðnum. Næsta verkefni var síðan að tína út dót úr íþróttarhúsi eftir glæsilega 80 ára afmælisveislu félagsins.

Síðasta föstudag var síðan undirritað 4 ára samningur við Nesfisk og Ásberg. Íþróttahúsið mun verða kallað Nesfiskhöllin og búningar meistaraflokks verða merktir Nesfisk. Síðan mun Ásberg verða með merki fyrirtækisins á miðju gólfi Nesfiskhallarinnar.

Nýi körfuboltavöllurinn
image-4292

Seinna um kvöldið á afmælis félagsins afhentu Sigrún bæjarstjóri og Ólafur Þór deildinni veglega peningagjöf í tilefni af 80 ára afmælinu og fyrir þann árangur að fara upp um deild.

Það eru því bara spennandi tímar framundan í baráttunni í 1 deildinni. Það eru komin 27 ár síðan að bæjarfélagið eignaðist lið í efstu deild. Ģaman yrði að endurtaka þann leik en erfitt verður það því deildin er mjög sterk. Tvisvar í millitíðinni hefur deildin síðan verið nálægt því að endurtaka þann leik.

Með fylgja myndir eftir undirritun á samningi Nesfisk.  Undirritaðir og Bergur Eggertsson hjá Nesfisk. Hin myndin er af nýja körfuboltavellinum.

Kveðja Sveinn Hans Gíslason