Nýr yfirþjálfari yngri flokka

Sameiginlegt unglingaráð Reynis og Víðis skrifuðu í dag undir 5.ára ráðningasamning við knattspyrnumanninn Guðjón Árna Antoníusson. Guðjón er knattspyrnu áhugamönnum vel kunnugur enda hefur hann spilað fjölmarga leiki með meistaraflokkur Víðis, Keflavíkur og FH. Guðjón mun starfa sem yfirþjálfari yngriflokka án þess þó að vera að þjálfa flokka sjálfur og stýra stefnumótunarvinnu fyrir yngriflokkastarf félaganna. Guðjón er menntaður íþróttafræðingur og hefur hann lokið 4. þjálfarastigi KSÍ. Reynis-, og Víðismenn bjóða þennan heiðursmann velkomin til starfa en virkileg ánægja er með ráðninguna innan beggja félaga

IMG_1740
image-4298