Reynir - Hrunamenn - 6. mars 2015

Reynir í efsta sæti í riðlinum

Í gærkvöldi fór fram leikur Reynis og Hrunamanna í 2. deild karla í körfu í B-riðli.  Með sigri var efsta sætinu í riðlinum náð í bili. Þessi leikur var sá síðasti í deildarkeppninni hjá Reyni og 1 eða 2 sætið undir.

Ef Hrunamenn hefðu unnið þá hefðu þeir getað endað í 2. sæti og Reynir í 3 sæti.

Leikurinn bar þess merki og einkendist af mikilli baráttu.

Reynismenn áttu sannkallaða óskabyrjun og komust í 13-0 . Á þessum kafla klikkaði ekki skot. Eftir þetta komu gestirnir inn í leikinn en samt ekki nóg því munurinn hélst svipaður fram að hálfleik 42-30.

Fljótlega í þriðja leikhluta skildu leiðir og í stöðunni 59-43 kom 12-0 sprettur og staðan orðin 71-45 fyrir Reyni.   Lokatölur síðan 101-68 og tapið gegn þeim í fyrri umferðinni hefnt.

Allir leikmenn stóðu sig með prýði og lögðu sig 110 % fram í verkefnið.

Tölfræði Reynis.
Alfreð Elíasson 32 stig, 6/8 vítum, 4 villur , 13/25 (2) , 1VF , 6 SF , 2 Tap , 1 Stol , 2 Stoð.
Rúnar Ágúst Pálsson 21 stig , 1/1 vítum , 5 villur , 4 þrista , 3/9 (2) , 4/8 (3) , 4 VF , 3 Tap , 3 Stol , 6 Stoð
Elvar Þór Sigurjonsson 11 Stig , 1/2 vítum , 2 villur , 5/9 (2) , 5 VF , 3 SF , 2 Tap , 5 stoð , 1 blokk
Egill Birgisson 10 stig , 2 villur , 5/8 (2) , 6 VF , 3 SF , 1 Tap
Eðvald Ómarsson 9 stig , 1/2 vítum , 3 villur , 2 þristar , 1/2 (2) , 2/8 (3) , 2 VF , 4 Tap , 3 Stol , 5 Stoð
Kristján Þór Smárason 9 stig , 5/7 vítum , 4 villur , 2/5 (2) , 0/1 (3) , 5 VF , 4 SF , 1 Tap , 2 Stoð
Hinrik Albertsson 6 stig , 5 villur , 2 þristar , 0/1 (2) , 2/2 (3) , 4 VF , 6 Tap , 2 Stol , 2 Stoð
Hlynur Jónsson 5 Stig , 1/1 vítum , 2/3 (2) , 4 VF , 1 Tap , 1 Stol
Halldór Theodórsson 3 villur , 0/1 (3) , 1 Stoð
Atli Fannar Skúlason 0/1 (2) , 0/1 (3)