Reynir – Stálúlfur 75 – 66

Sigur hafðist gegn liði Stálúlfs í dag.  Það var farið að fara um mann í fjórða leikhluta þegar það virtist fyrirmunað að hitta körfuna.

Í fjórða leikhluta var skotnýting rétt um 14 % en menn stóðust álagið á vítalínunni og kláruðu leikinn þar. Alfreð kom sterkur til leiks en týndist svolítið er líða fór á leikinn. Rúnar aftur á móti tók sinn tíma í að komast í gang og sýndi að hann hefur stáltaugar þegar kemur að því að standa á vítalínunni.

Einnig átti Hinni Óskars góða innkomu en hann var ekki í náðinni hjá dómurum leiksins og lauk snemma leik með fimm villur.