Reynir tekur þátt í heilsuviku Sandgerðis | 1. – 7. mars 2015 | Taggaðu Instagram myndirnar #reynirs

Heilsu- og íþróttavika hér í bæ er orðin að árlegri hefð þar sem Sandgerðingar, ungir sem aldnir, taka þátt í hinum ýmsu viðburðum.

Þetta er í þriðja skipti sem heilsu- og íþróttavika er haldin í bænum og hefur skapast sú hefð að hún fari fram í þeirri viku sem 5. mars ber upp en sá dagur er fæðingardagur Magnúsar Þórðarsonar íþróttafrumkvöðuls og á þeim degi er kjöri íþróttamanns Sandgerðisbæjar lýst ár hvert.

Eins og í fyrra þá verður núna heilsuvikuhlaupið, blakmót Samkaups og brenniboltamót. Nýjung á þessu ári er að þriðjudaginn 3. mars verður bílalausi dagurinn, þar sem óska er eftir því að sem flestir annað hvort gangi eða hjóli í vinnuna.

Þátttaka bæjarbúa hefur farið vaxandi ár frá ári og má segja að undirtektir síðustu tveggja ára hafi verið framar vonum.

Reynir Sandgerði verður með ýmsa viðburði í heilsuvikunni þar sem knattspyrnu-, og körfuboltadeild Reynis verður með opnar æfingar, Sunddeild Reynis var endurvakin nú fyrir stuttu og er hægt að kíkja í sund með krökkunum í Sundlaug Íþróttamiðstöðvar Sandgerðis.

Alla dagskrána er hægt að skoða með því að smella hér.

Við hvetjum alla til að merkja Instagram myndirnar #reynirs

Instagram myndir sem merktar eru #reynirs birtast hér á forsíðunni, stuðningsmönnum og öðrum vonandi til gagns og gamans.  Athugið að myndir birtast ekki á listanum ef Instagram er stillt á “private” hjá þér.