Reynir vs KR - 26. apríl 2016

Reynir vann KR í vítaspyrnukeppni – Horfðu á vítaspyrnukeppnina hér

Í gærkvöldi fór fram minningarleikur um Magnús Þórðarson. Leikurinn var á grasi í Sandgerði þar sem heimamenn í Reyni, sem leika í 3. deild, tóku á móti KR.

KR var með sterkt byrjunarlið sem lék fyrri hálfleikinn en ekkert var skorað í honum.  Það var fotbolti.net sem greindi frá.

Reynir komst í 1-0 í upphafi seinni hálfleiks þegar Slóveninn Tomislav Misura, sem nýlega kom til Reynis frá Grindavík, skoraði.

Eftir um klukkutíma leik jafnaði KR úr vítaspyrnu en það mark skoraði hinn efnilegi Atli Hrafn Andrason.

Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-1 og því gripið til vítaspyrnukeppni og þar höfðu Reynismenn betur.

Frétt frá Fótbolti.net. Sjá fréttina hér.

Vídeó: