Reynir vs Hekla – Leikur kattarins að músinni

Reynir – Hekla föstudag 7 mars. Úrslit kvöldsins voru svolítið eftir bókinni 110-44. Strax í upphafi kom í ljós getumunur liðanna. Leiknum var bróðurlega skipt á milli manna. Ef taka á einhverja út úr sem menn leiksins þá verður að taka Sigurður Vignir Guðmundsson sem endaði með 27 stig og 3 þrista og frákastamaskínuna Bjarni Freyr Rúnarsson 12 stig , 2/5 vítum.

Ekki má gleyma gamla manninum Hlynur Jónsson 14 stig , 2 þrista sem byrjaði með þvílíkum látum en eins og vönum reynslubolta sæmir þá sló hann af þegar hann hafði komið liðinu á gott skrið og ekki lengur þörf á áframhaldandi skotsýningu.

Tölfræði annara var eftirfarandi. Einar Örn Einarsson 13 stig 1 þrist, Alfreð Elíasson 8 stig , 0/3 vítum , Rúnar Ágúst Pálsson 9 stig, 1 þrist , Hinrik Jóhann Óskarsson 4 stig , 2/2 vítum , Hinrik Albertsson 5 stig, 1/1 vítum , Eðvald Ómarsson 6 stig úr 3 skotum , Halldór Theodórsson 2 stig , Egill Birgisson 10 stig , 2/2 vítum.