Reynir/Víðir hreppti 2. sætið í Keflavíkurmótinu

Hið árlega Keflavíkurmót 4. Flokks karla fór fram laugardaginn 22. Nóv, Reynir/Víðir tók þátt í B liðs keppni og lentu strákarnir okkar í 2.sæti sem er mjög góður árangur en þess má geta að nokkrir af strákunum voru að leika sína fyrstu leiki á stórum velli í 11 manna bolta. Hér eru flottir strákar á ferð sem eiga framtíðna fyrir sér í boltanum.

 

Reynir/Víðir lék á móti Keflavík, Snæfellsnes, Selfoss og Haukum, niðurstaðan 2 sigrar, 1 jafntefli og 1 tap.

 

Mynd: Guilherme Ramos