Reynir og Breiðablik - 6. nóv 2015

Reynismenn enn án sigur

Reynismenn enn án sigur eftir hörkuleik við Breiðablik í Nesfiskhöllinni í kvöld. Leikurinn var í jafnvægi allann fyrri hálfleikinn og mikið tekið á því. Reynismönnum gekk vel að koma sér á vítalínunni en hún átti eftir að reynast heimamönnum illa í leiknum.

Strax í fyrsta leikhluta fóru átta af tíu vítum forgörðum hjá Reyni en á sama tíma nýttu gestirnir öll sín. Þrátt fyrir það var aðeins eins stigs munur eftir fyrsta fjórðung 20-21 fyrir Breiðablik.

Áfram hélt baráttan í öðrum leikhluta. Eðvald og Alfreð leiddu sóknarleik Reynis og komu heimamönnum mest níu stigum yfir 36-27. En gestirnir svöruðu með 1-12 spretti og voru komnir yfir aftur 37-39. Tveir þristar frá Eðvald fyrir Reyni komu leiknum í 34-34 í hálfleik.

Reynir og Breiðablik - 6. nóv 2015
image-4317

Seinni hálfleikurinn bauð upp á sömu baráttuna. Um miðjan hálfleikinn í stöðunni 53-54 fyrir Breiðablik náðu gestirnir smá frumkvæði og enduðu á því að skora síðustu fjögur stigin í leikhlutanum og koma sér þar með sjö stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. 60-67.

Þennan mun náðu heimamenn minnst niður í fjögur stig 74-78 þegar um þrjár mínútur voru eftir. Lokamínútunum fóru síðan að mestu fram á vítalínunni. Þar klikkuðu Breiðablik menn ekki og kláruðu leikinn 82-84.

Vítaskotin reyndust heimamönnum dýr 16/33 en baráttan í liðinu var til fyrirmyndar. Breiðablik var hins vegar með 25/30 í vítunum. Þetta reyndist vera Reynismönnum mjög dýrt.