Reynir og Ísbjörninn

Reynismenn völtuðu yfir Ísbjörninn | Sindri Lars tók þrennu

Byrjunarlið Reynis
image-4215

Byrjunarlið Reynis

Reynismenn fóru í Kópavoginn í dag og léku við Ísbjörninn á gervigrasinu við Kórinn í fyrstu umferð Borgunarbikarsins.  Leikurinn hófst klukkan 14:00 sem endaði með glæsilegum sigri Reynismanna 9 – 0.

Eftirfarandi er bein textalýsing á facebook síðu knattspyrnudeildar Reynis:

9-0 – Magni skorar með glæsilegu skoti fyrir utan teig.
7-0 – Pétur skorar.
6-0 – Birkir skorar með glæsilegu skoti fyrir utan teig.
5-0 – Margeir skorar.
4-0 – Sindri kominn með þrennuna.
3-0 – Margeir skorar beint úr aukaspyrnu.
2-0 – fyrir Reyni! Sindri skorar aftur.
1-0 – fyrir Reyni eftir 2 min! Sindri skorar.

Dómari var Guðmundur Ævar Guðmundsson.
Aðstoðardómarar voru Hálfdán R Guðmundsson og Elvar Guðmundsson.

Hægt er að lesa leikskýrsluna með því að smella hér.

Reynismenn leika við Selfoss í næstu umferð annari umferð Borgunarbikarsins á þriðjudaginn 19. maí n.k. kl 19 hér á Sandgerðisvelli.

Mynd af facebook síðu knattspyrnudeildar Reynis.