Sigur í fyrsta leik íslandsmótsins | Leiknir vs Reynir 78 – 93

Fínn sigur þrátt fyrir heldur stirða fæðingu. En þetta er ekkert óðelilegt í fyrsta leik,menn ekki komnir í leikæfingu og fyrsti leikur undir stjórn nýja þjálfarans.  Margt jákvætt kom fram í þessum leik og má þar helst nefna að menn börðust fram á síðustu mínútu og héldu haus þegar andstæðingurinn kom til baka og virtist eiga möguleika að gera leikinn spennandi. Vítanýting var einnig einstaklega góð 38/42 90%.  Alfreð Eíasson átti stórleik og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins.

Stigaskor:
Alfreð- 32 stig  12/14 vítum
Reggie-30 stig   9/9    vítum
Rúnar- 11 stig  11/12  vítum
Eyþór- 11 stig    2/2    vítum
Einar-    3 stig     0/2    vítum
Eðvald- 2  stig     2/2    vítum
Hinrik A 2 stig
Halldór- 2 stig     2/2    vítum

SHG.