Sigurganga Reynis heldur áfram – Sigruðu ÍB með mikilli baráttu

Í kvöld fór fram frestaður leikur Reynis og ÍB  (Íþróttafélag Breiðholts)sem átti að fara fram síðasta föstudag. Búist var við mjög erfiðum leik og reyndist það raunin.  Reynismenn höfðu frumkvæðið í fyrsta leikhluta og voru yfir eftir hann 24 – 20.

Leikmenn ÍB svöruðu til baka og settu fimm þrista í öðrum leikhluta og leiddu eftir hann í hálfleik 42 – 43.

Seinni hálfleikurinn hófst með níu stigum í röð hjá Reynismönnum á fyrstu þrem mínútunum en svo komu aðeins tíu stig það sem eftir var og ÍB náði að jafna fljótlega aftur og leiddu síðan fyrir lokaleikhlutann 61 – 65.

Aftur byrja okkar strákar vel og fljótlega var staðan orðin 80-75 og ÍB þar með farnir að elta.  Með mikilli baráttu náðu okkar menn að halda haus og klára leikinn en tæpt var það.  Lokatölur 87 – 84 og góður baráttusigur í höfn.

Tölfræði Reynis:

  • Alfreð: 18 stig 6/10 vítum 5 villur
  • Egill: 16 stig 1 villa
  • Óli: 15 stig 5/9 vítum. 2 villur
  • Rúnar: 13 stig 8/8 vítum 4 villur 1 þrist
  • Hinrik: 11 stig 1/2 vítum 2 villur 2 þrista
  • Elvar: 7 stig 1/2 vítum 1 villu
  • Einar: 5 stig 1/2 vítum 3 villur
  • Halldór: 2 stig 0/1 vítum 2 villur
  • Eðvald: 2 villur Hlynur Hrannar

 

Fleira tengt efni:

 

Mynd: úr safni