Sigurgeir Sveinn Gíslason

Sigurgeir Sveinn Gíslason í Reyni

Sigurgeir Sveinn Gíslason hefur gengið til liðs við Reyni en hann lék síðast með BÍ/Bolungarvík í 1. deildinni í fyrra. Sigurgeir á að baki 229 leiki í deildar- og bikarkeppni og hefur í þeim skorað 30 mörk. Þessi 29. ára gamli Ísfirðingur hefur leikið lykilhlutverk fyrir vestan og bar meðal annars fyrirliðaband liðsins síðustu tímabil.

Knattspyrnspyrnudeild Reynis býður Sigurgeir velkomin í hópinn.