Sundmót í Sandgerði

Sundmót verður haldið í sundlauginni í Sandgerði í dag, fimmtudaginn 11. desember. Mótið hefst kl. 17:00 og stendur til kl. 18:30.

Um er að ræða æfinga- og sýningamót fyrir þá krakka sem eru að æfa með sunddeild Reynis. Með þessu móti fá þau tilfinningu fyrir því hvernig það er að keppa.

Fólk er hvatt til að mæta og fylgjast með skemmtilegu móti. Foreldrar og forráðamenn eru þó sérstaklega hvattir til að mæta á sundlaugarbakkann til að styðja sín börn.