Súrt var það

Reynismenn féllu í dag úr 2.deildinni eftir að hafa gert 2-2 jafntefli á heimavelli gegn toppliði Fjarðabyggðar. Strákarnir sýndu mikinn karakter og komu til baka eftir að hafa lent 2-0 undir en það var bara því miður ekki nóg í þetta skiptið, okkur vantaði eitt mark enn. Það var Egill Atlason þjálfari sem skoraði bæði mörk okkar í dag.

Nú horfum við bara björtum augum til framtíðar og nú er leiðin bara uppávið.

Sjáumst hress á lokahófinu í kvöld!

ÁFRAM REYNIR!!