íþróttamaður Sandgerðis 2014

Svanfríður Árný Steingrímsdóttir er íþróttamaður Sandgerðis 2014

Fyrr í dag, fimmtudaginn 5.mars, á afmælisdegi Magnúsar Þórðarsonar eins af stofnendum Reynis voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur til íþróttamanna í Sandgerði fyrir árið 2014.

6 einstaklingar voru verðlaunaðir og tilnefndir sem íþróttamaður Sandgerðis 2014, en þeir eru:

  • Birkir Freyr Sigurðsson – Knattspyrnumaður
  • Daníel Arnar Ragnarsson – TaeKwonDo-maður
  • Margrét Guðrún Svavarsdóttir – Hnefaleikakona
  • Rúnar Ágúst Pálsson – Körfuknattleiksmaður
  • Svanfríður Árný Steingrímsdóttir – Sundkona
  • Þór Ríkharðsson – Kylfingur

Það var svo sundkonan Svanfríður Árný sem hlaut titilinn íþróttamaður Sandgerðis 2014.

Svanfríður vann til fjölda verðlauna á árinu 2014 og þar meðtalda nokkra Íslandsmeistaratitla bæði í einstaklings- og sveitakeppni. Svanfríður er ung og metnaðarfull sem sést kannski best í því að hún æfir 21 klukkustund á viku ásamt því að stunda grunnskólanám og vera virk í félagslífi bæjarins. Svanfríður er fyrirmynd allra sem stunda íþróttir og er vel að þessum titli komin.

Auk þess hlaut Ósk Valdimarsdóttir viðurkenningu Frístunda- forvarnar- og jafnréttisráðs fyrir störf að íþrótta- og æskulýðsmálum í Sandgerði.

Knattspyrnufélagið Reynir óskar Svanfríði til hamingju með titilinn og þeim öllum til hamingju með viðurkenningarnar.

íþróttamaður Sandgerðis 2014
image-4107

íþróttamaður Sandgerðis 2014
image-4108

 

Myndir: Ólafur Þór Ólafsson