karfa

Það vantar þinn stuðning á þennan leik | 8 liða úrslit | Frítt er inn á leikinn

Á föstudag fer fram leikur í 8 liða úrslitum 2. deildar karla í körfunni.

Reynismenn spila við ÍG úr Grindavík.  Lið ÍG vann 2. deildina síðasta vetur, en þáði ekki sæti í 1. deildinni og eru þess vegna enn í 2. deildinni. Leikurinn fer fram í Sandgerði kl 19.00.

Eina sem gengur er að vinna leikinn því tap þýðir að liðið er farið í sumarfrí.

Frítt er inn á leikinn.