Til sölu bæði vetrarkort og árskort í Bláa Lónið

Knattspyrnudeild Reynis er með til sölu bæði vetrarkort og árskort í Bláa Lónið. Allur ágóði af sölu kortanna rennur óskertur til knattspyrnudeildar.

Kort fyrir einstakling kostar 15.000kr
Fjölskyldu vetrarkort kostar 20.000kr

Einstaklings vetrarkort veitir ótakmarkaðan aðgang í Bláa Lónið yfir vetrartímann (1. sep – 31. maí) í heilt ár frá útgáfu. Gildir fyrir 1 fullorðinn og 2 börn undir 16 ára í fylgd með forráðamanni.

Fjölskyldu vetrarkort veitir ótakmarkaðan aðgang í Bláa Lónið yfir vetrartímann (1. sep – 31. maí) í heilt ár frá útgáfu. Gildir fyrir 2 fullorðna og 4 börn undir 16 ára í fylgd með forráðamönnum.
Þeir sem versla fjölskyldukort geta valið um A eða B:
A. Tveir fullorðnir einstaklingar eru skráðir með nafni og kennitölu á kortið. Ef aðeins annar skráði korthafinn kýs að fara í Bláa Lónið má hann bjóða öðrum fullorðnum með sér í stað hins skráða korthafans.
B. Einn fullorðinn einstaklingur er skráður með nafni og kennitölu á kortið og getur því ávallt boðið öðrum fullorðnum einstaklingi með sér.

Einstaklings árskort kostar 25.000kr
Einsaklings árskort veitir ótakmarkaðan aðgang í Bláa Lónið í 1 ár frá útgáfudegi fyrir 1 fullorðinn og 2 börn undir 16 ára í fylgd með forráðamanni.

Fjölskyldu árskort kostar 40.000kr
Fjölskyldu árskort veitir ótakmarkaðan aðgang í Bláa Lónið í 1 ár frá útgáfudegi fyrir 2 fullorðna og 4 börn undir 16 ára í fylgd með forráðamönnum.
Þeir sem versla fjölskyldukort geta valið um A eða B:
A. Tveir fullorðnir einstaklingar eru skráðir með nafni og kennitölu á kortið. Ef aðeins annar skráði korthafinn kýs að fara í Bláa Lónið má hann bjóða öðrum fullorðnum með sér í stað hins skráða korthafans.
B. Einn fullorðinn einstaklingur er skráður með nafni og kennitölu á kortið og getur því ávallt boðið öðrum fullorðnum einstaklingi með sér.

Hafið þið kæra Reynisfólk hug á að versla kort í Bláa Lónið af knattspyrnudeildinni getið þið haft samband við Sigurpál í síma 865-1420 eða á netfangið sigurpall@penninn.is eða Andra Þór í síma 773-0200