Knattspyrnudeild Reynis er að fara af stað með tippleikinn vinsæla. Fyrirkomulagið er með svipuðu sniði og undanfarin ár. Tveir eru saman í liði og skila þeir inn sitthvorum seðlinum með 6 tvítryggingum.
Þáttökugjald í tippleiknum á liðið er 3000kr (1500kr á mann).
Við ætlum að vera í Reynisheimilinu á föstudagskvöldum á milli 20 og 22 þar sem fólk getur komið saman og spjallað, tippað og fylgst með Gumma Ben og félögum í Messunni þar sem þeir fara yfir leiki helgarinnar.
Við byrjum núna á föstudaginn, 12.sept, með kynningar- og skráningarkvöldi og hefjum svo keppnina sjálfa viku síðar.
Hvetjum alla til að kíkja við í Reynisheimilinu á föstudaginn, henda í einn seðil og kynna sér starfið sem framundan er í vetur.
Munum getraunanúmer Reynis – 245