Fótbolti - Knattspyrna

Tomislav Misura í Reyni á láni

Reynir Sandgerði hefur fengið framherjann Tomislav Misura á láni frá Grindavík.  Tomislav kom til Grindvíkinga fyrir tveimur árum síðan.

Í fyrra skoraði hann sjö mörk í 1. deildinni eftir að hafa skorað fimm mörk árið 2014, að því er fram kemur á fotbolti.net.

Tomislav er 34 ára gamall reynslubolti en hann skoraði gegn FH í Meistaradeildinni árið 2005 með liði Neftchi Baku frá Aserbaídsjan.

Tomislav hefur verið mikið á bekknum hjá Grindavík á undirbúningstímabilinu og hann er nú mættur til Reynis í 3. deildina.

Reynir hafnaði í 3. sæti 3. deildar í fyrra og var nálægt því að komast upp.

Það var Fótbolti.net sem greindi frá.
Mynd: úr safni