Upphitun: Reynir – Berserkir

Reynismenn mæta Berserkjum á morgun, föstudag kl 20 á K&G vellinum. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á árinu en þau leiku saman í Lengjubikarnum og svo í 3. deildinni fyrr í sumar.

Í báðum þessum leikjum höfðu Reynismenn betur, 4-1 í Lengjubikarnum og loks 6-1 í deildinni. Reynir hefur verið á góðri siglingu í 3. deildinni í sumar og situr í þriðja sæti með 19 stig, jafnmörg og lið Kára sem situr í öðru sæti.

Berserkjum hefur ekki gengið alltof vel í sumar og hafa tapað síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Þeir sitja núna í níunda sæti með jafnmörg stig og lið Víðis sem situr í því áttunda.

Ljóst er að um hörkuleik verður að ræða því með sigri Reynismenn geta komið sér upp í annað sæti deildarinnar og Berserkir geta komið sér úr fallsæti, upp í það áttunda.

Eins og flestum er orðið ljóst þá hefur Scott Mckenna Ramsay skipt yfir í Reyni frá Grindavík og er hann löglegur í leiknum á morgun.

Reynismenn styðja átakið Útmeð‘a og klæðast bolum merktum átakinu. Útmeð‘a er átak gegn sjálfsvígum karlmanna á aldrinum 18-25 ára en það er algengasta dánarorsök þeirra.

Fjölmennum á völlinn og styðjum Reyni til sigurs.

Áfram Reynir!