Úrslitaleikur í 2. deild tryggður eftir sigur gegn Leikni

Úrslitaleikur í 2. deild tryggður eftir sigur gegn Leikni

Úrslitaleikur í 2. deild tryggður eftir sigur gegn Leikni í Reykjavík í 4 liða úrslitum 2. deildar.

Leikurinn bar þess merki að mikið var undir.  Sæti í úrslitum og um leið sæti í 1. deild.  Lítið var skorað og í fyrsta leikhluta voru dæmd 3 tæknivíti.  1 fyrir munnbrúk og tvö fyrir leikaraskap þar sem verið var að reyna að fiska ruðning.  Fyrra kom á Reyni og var vægast sagt frekar vafasamt en seinna kom á Leikni og var hægt að segja það sama um það.

Fyrsti fjórðungur fór af stað og voru það heimamenn sem höfðu frumkvæðið fyrstu sex mínúturnar 8-6.  En þá var komið að Reynismönnum sem komust yfir 11-13.  En lokaskot Leiknis fór síðan niður og staðan því 13-13 fyrir annan leikhluta.  Vítin fóru illa með heimamenn á þessum kafla þegar Reynir komst yfir.  Aðeins 1 af 6 vítum fór niður hjá þeim.

Annar leikhluti fór eins af stað og jafnræði var með liðunum fram á 16 mínútu. Á þessum kafla gekk illa að hemja stóra kallinn hjá leikni sem hafði upphandleggi sem margur hefði verið sáttur með sem læri.  Staðan þarna orðin 23-24. En þá tók við góður kafli hjá Reynismönnum sem settu 11 stig gegn 3 og leiddu þar með í hálfleik 25-35.

Þriðji leikhluti byrjaði betur fyrir Reyni og var það Óli Geir sem kom sterkur inn þar.  Mesti munur sem sást í leiknum náðist um miðjan leikhlutann eða fimmtán stig 33-48. En hafi menn haldið að þar með væri búið að brjóta ísinn þá var það mikill misskilningur.  Því nú tóku við mínútur þar sem að menn fóru illa með færin sín og reyndu fullmikið fyrir utan þriggja stiga línuna.  Tíu stig komu í röð frá Leikni og munurinn aðeins fimm stig 42-48.  En stig frá Rúnari og Óla komu Reyni aftur á beinu brautina og staðan þarna 42-52 fyrir síðasta leikhluta.

Leiknismenn byrjuðu mun betur í fjórða leikhluta og var eins og búið væri að setja lok á körfuna þeirra megin. Eftir átta mínútur og þeir búnir að jafna 54-54 og þar með voru Reynismenn aðeins búnir að skora tvö stig á átta mínútum.  Spennan því orðin mikil fyrir síðustu tvær mínúturnar.  Brotið er á Fredda sem var með stáltaugar á vítalínunni og setur bæði vítin 54-56.

Óli fer síðan sterkur upp og setur tvö 54-58 og mínúta eftir.  En Adam var ekki lengi í Paradís því Leiknir svaraði strax með þrist 57-58. En það var við hæfi að Rúnar setti naglann í kistuna með þrist og þar með 57-61. Á loka sekúndunum reyndu Leiknismenn allt sem þeir gátu að jafna leikinn.

En ekki gekk það upp hjá þeim og Reynismenn því komnir áfram í úrslit 2. deildar eftir tæpan sigur 60-63.

Tölfræði Reynis:
Óli Geir 19 stig 1/2 vítum, 2 villur, 2 þrista, 6/11 (2), 2/8 (3), 1Vf, 1Sf, 3 Stol, 3 Tap, 1 Stoð.
Alfreð Elíasson 14 stig 2/3 vítum, 5 villur, 6/11 (2), 1Vf, 1Sf, 1 Stol, 1 Tap, 1 Stoð.
Rúnar Ágúst Pálsson 12 stig, 3/5 Vítum, 2 Villur, 1 þrist, 4/9 (2), 1/6 (3), 1Vf, 1 Stol, 3 Tap.
Eðvald Ómarsson 8 stig, 2 villur, 2 Þristar, 4Vf, 2 Stol, 1 Tap, 1 Stoð, 2 Blokk.
Elvar Þór Sigurjonsson 7 Stig,3/3 Vítum, 4 villur, 2/4 (2), 12 Vf, 1 Sf, 1 Stol, 1 stoð.
Kristján Þór Smárason 2 stig, 1/3 (2), 0/2 (3), 2 Vf, 1 stoð.
Hinrik Albertsson 1 stig, 1/2 Vítum, 2 Villur, 0/3 (3), 1 Vf
Oddur Birnir Pétursson 2 Villur, 0/6 (2), 0/3 (3), 4 Vf, 1 Sf, 1 Stol, 2 Tap, 1 Stoð.
Halldór Theodórsson 1 Villu, 3 Vf, 1 Stol, 1 Stoð.
Hlynur Jónsson

Tölfræði Leiknis:
Kristinn Einarsson 16 Stig, 4/4 vitum, 3 villur
Dzenal Licina 10 Stig, 2 Villur
Ciran White 8 Stig, 2/3 vitum, 2 villur
Elmar Einarsson 7 Stig, 3/7 Vitum, 1 villu
Tryggvi Magnússon 6 stig, 2 villur, 2 þrista
Helgi Ingason 4 Stig, 1 villu
Gunnar Gunnarsson 3 stig, 0/2 vitum, 4 Villur
Gylfi Geirsson 3 Stig, 1/2 Vítum, 3 Villur
Ragnar Guðmundsson 2 Stig, 0/2 Vítum, 1 Villu