Nettómót - Mars 2015

Vel heppnað Nettómót – Myndir og vídeó frá mótinu

Tvö lið á vegum körfuknattleiksdeildar Reynis voru skráð til leiks þessa helgi í minniboltamót Keflavíkur og Njarðvíkur Nettómót.

Reynismenn spiluðu tíu leiki þessa helgi og fóru í bíó, hoppukastala, sund, kvöldvöku, pizzaveislu og m.fl.  Í þessu móti eru engin stig talin og aðalmarkmiðið er að börnunum finnist gaman.

Þeir foreldrar sem komu að þessu móti eiga þakkir skilið fyrir aðstoðina og svo eiga stjórnendur Nettómótsins þakkir skilið fyrir að leysa úr þeim vandræðum sem að deildin lenti í aðdraganda mótsins.