Hafsteinn, Paul og Einar Pétur skipta í Reyni

Þeir Hafsteinn R. Helgason (þjálfari, frá BÍ), Ian Paul McShane (frá Keflavík) og Einar Pétur Karlsson (frá Njarðvík) fengu í dag félagaskipti yfir í Reyni og eru því löglegir með liðinu í fyrsta leik ársins á sunnudaginn kemur. Þá mæta strákarnir nágrönnum okkar í Víði Garði í fyrsta leik í Lengjubikarnum. Leikurinn fer fram í Reykjaneshöll á sunnudaginn og hefst kl. 12:00

Mynd (Pedromyndir – Þórhallur): Hafsteinn í leik með Reyni 1.ágúst 2007 gegn Þór á Akureyri. Leikurinn endaði 1-1 og skoraði Hafsteinn mark Reynis í leiknum.