Lengra komust Reynismenn ekki og sáu enn einu sinni á eftir dollunni

Leikurinn um helgina fer seint í sögubækurnar nema þá helst fyrir það að Reynismenn gáfust aldrei upp þó að bróðurpart leiksins hafi farið í að elta Ármenningana.  11 þristar frá þeim fóru illa með liðið og ásamt því að fara illa með dauðafæri og víti. Þrátt fyrir mótlætið þá var þetta leikur fram á lokamínútu.

Körfubolti - Ármann
image-4185

Bæði lið voru búinn að tryggja sér sæti í 1. deild karla að ári með því að komast í úrslitaleikinn en Ármann stóðu uppi sem sigurvegarar deildarinnar.

Fyrsti leikhluti
Fyrsti leikhluti var fínn í sex mínútur og Reynismenn virkuðu grimmir en svo kom bakslag og Àrmenningar náðu frumkvæðinu. 14-9 , ( 18-24)

Annar leikhluti
Annar leikhluti, mikil barátta einkenndi leikhlutann og eftir hann leiddi Ármann með einu stigi 40-41. Útlit því fyrir spennandi seinni hálfleik.

Þriðji leikhluti
Seinni hálfleikur byrjaði vel og fyrstu fjögur stigin Reynis 44-41, en Ármenningar voru fljótir að svara fyrir sig og komust fljótlega í 45-50. Svona gekk þriðji leikhluti og sáust tölur eins og 53-51, 59-66 , (64-66)

Fjórði leikhluti
Síðasti leikhluti einkenndist af miður góðum ákvörðunum og ekki góðum skotum.  Fljótlega komst Ármann átta stigum yfir 66-74. Aftur voru Reynismenn komnir í eltingaleik og þurftu að hafa mikið fyrir sínum stigum.  Með mikilli baráttu tókst að minnka muninn í eitt stig þegar um mínúta var eftir 76-77. En lengra komust Reynismenn ekki og sáu enn einu sinni á eftir dollunni.

Bæði lið voru búinn að tryggja sér sæti í 1. deild karla að ári með því að komast í úrslitaleikinn en Ármann stóðu uppi sem sigurvegarar deildarinnar.  Lokatölur 78-83 fyrir Ármann.

Tölfræði:
Oddur Pétursson. 21 stig, 12/17 vítum, 1 villu, 1 þrist, 3/7 (2), 1/3 (3), 7 VF, 2 Stol, 1 Tap, 2 Blokk.
Rúnar Ágúst Pálsson 13 stig, 4/7 vítum, 4 villur, 1 þrist, 3/9 (2), 1/5 (3), 3 VF, 1 Stol, 5 Tap, 7 Stoð.
Óli Geir 12 stig, 4/7 vítum, 3 villur, 4/11 (2) ,0/1 (3), 6 VF, 1 SF, 4 Tap, 1 Stoð.
Eðvald Ómarsson. 11 stig, 1/2 vítum, 3 villur, 2 þrista, 2/3 (2), 2/5 (3), 4 VF, 2 SF, 1 Tap.
Elvar Þór Sigurjonsson. 7 stig, 3/4 vítum, 4 villur, 2/6 (2), 7 VF, 2 SF, 2 Tap, 1 Stoð.
Alfreð Elíasson. 6 stig, 2/2 vítum, 5 villur, 2/7 (2), 3 VF, 2 SF, 3 Tap, 1 Stoð.
Hinrik Albertsson. 6 stig, 0/1 vitum, 1 villu, 3/6 (2), 3 VF, 2 Tap.
Kristján Þór Smárason. 2 stig, 1/3 (2), 1 VF, 1 Stol.
Egill Birgisson. 0/1 (2)
Halldór Theodórsson. 1 VF.
Einar Örn Einarsson

 

Mynd af liði Ármanns: kki.is