Norðurbær – Suðurbær / 80 ára afmæli Reynis

Sælir Sandgerðingar og aðrir landsmenn nær og fjær.

Það styttist í hina árlegu keppni í fótbolta milli norður og suðurbæjar Sandgerðis og viljum við biðja áhugasama að merkja við og taka frá föstudaginn 28. ágúst. Nú sem fyrr er mótið að sjálfsögðu hluti af hátíðardagsskrá Sandgerðisdaga.

Mótið verður með sama fyrirkomulagi og verið hefur en í stað saltfiskveislunnar góðu verður stórveisla í Íþróttamiðstöðinni þar sem haldið verður upp á 80 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Reyni með pompi og prakt.

Dagskráin er í mótun en það sem við getum sagt frá núna er að það verður enginn annar en Páll Óskar sem mun skemmta veislugestum fram á nótt. Viðburðurinn er að sjálfsögðu opin öllum með aldurstakmarki sem verður nánar auglýst síðar.
Meira síðar….

Nefndin.