Ný heimasíða í loftið

Ný og glæsileg heimasíða Reynis er nú komin í loftið og hefur hún tekið miklum breytingum.

Allir viðburðir, æfingar og leikir á einum stað

Nýtt og öflugt viðburðardagatal hefur verið sett upp þar sem hægt er að nálgast alla viðburði, æfingar, leikir ofl. í öllum deildum.  Hægt er að nálgast þessar upplýsingar í hnappnum „Framundan“ efst í valmyndinni og einnig til hægri á forsíðunni þar sem næstu fimm viðburðir framundan eru listaðir upp.

Hvetjum alla að láta vita um viðburði ofl. með því að senda í gegnum þetta einfalda form hér eða á netfangið reynir@reynir.is

 

Instagram myndir á forsíðunni | Vertu með og taggaðu #reynirs

Instagram myndir sem merktar eru #reynirs birtast hér á forsíðunni, stuðningsmönnum og öðrum vonandi til gagns og gamans.

Athugið að myndir birtast ekki á listanum ef Instagram er stillt á “private” hjá þér.

Við hvetjum alla til að merkja Instagram myndir sýnar sem tengjast félaginu, sprell í áhorfendastúkunni, leikmenn á vellinum, af stuðningsfólki, úr starfi yngri flokka, svo fátt eitt sé nefnt.
Látið sköpunargleðina njóta sín og það eina sem þarf að muna er að merkja myndirnar #reynirs

 

Nýir samfélagsmiðlar

Vefurinn Reynir.is hefur komið sér upp nýja samfélagsmiðla, en þeir miðlar sem fyrir voru eru einungis notaðir af knattspyrnudeildinni með fréttum af knattspyrnunni.  Nýju samfélagsmiðlarnir koma til með að vera með fréttir frá öllum deildum Reynis í Sandgerði.

Smellið á eftirfarandi vefslóðir og setjið á læk á nýju síðurnar:

Facebook síða Reynis.

Twitter síða Reynis.

 

Snjallvefur

Reynir.is er snjallvefur og nýtur sín því vel á tölvum, spjaldtölvum sem og snjallsímum.

 

Eru upplýsingar ekki réttar á reynir.is?

Ef einhverjar upplýsingar eru ekki réttar á reynir.is eða það þarf að bæta við efni eða laga, þá er um að gera að senda á okkur línu í gegnum þetta form hér eða tölvupóst á netfangið reynir@reynir.is

 

Gamli vefurinn aðgengilegur

Gamla heimasíðan er aðgengileg neðst á síðunni á vefslóðinni http://vefur.reynir.is/

 

Þakkir til Tónaflóðs heimasíðugerðar

Við færum Selmu og Smára hjá Tónaflóð heimasíðugerð bestu þakkir fyrir þeirra framlag við síðuna.