Reynir – ÍA | 1.deild 1 umferð íslandsmót – 16.10.2015

Leikur Reynismanna og Skagamanna fór fram í Nesfiskhöllinni síðasta föstudag. Vitað var fyrirfram að leikurinn yrði erfiður og ekki nema von þar sem að lið Reynis er nýliðar í deildinni og mikið af nýjum strákum.

Leikurinn fór fjörlega af stað og voru það gestirnir sem skoruðu fyrstu fjögur stigin, en með mikilli baráttu heimamanna komust Reynismenn yfir 11 – 9 um miðjan fjórðunginn. Áfram hélt baráttan og þegar fyrsta fjórung var lokið var staðan jöfn 21-21 , þrátt fyrir slæma vítanýtingu heimamanna 6/12.

Annar fjórðungur bauð upp á sömu spennu og baráttu. Tölur sem sáust meðal annars voru 25-23, 29-24, 36-29, 36-37 og staðan síðan í hálfleik 39-37 fyrir Reyni. Á þessum tímapunti hafði tekist að halda kananum hjá ÍA í 13 stigum en það átti eftir að losna um hann í seinni hálfleik.

Seinni hálfleikur fór vel af stað og eftir um fimm mínútur voru heimamenn búnir að auka forskotið í sjö stig 48-41 . En þrír þristar frá kananum komu ÍA aftur inn í leikinn og jafnframt í forystu fyrir lokaleikhlutann 55-57.

Fyrstu sjö stigin í lokaleikhlutanum voru eign ÍA og komust þeir þá með í níu stiga forskot 55-64. Þetta bil náðu Reynismenn aldrei að brúa þrátt fyrir mikla baráttu. Það fór því svo að gestirnir fóru með bæði stigin eftir sigur 65-78. Kaninn reyndist sandgerðingum erfiður og setti 32 stig og þarf af 19 í seinni hálfleik.

Strákarnir eiga heiður skilinn fyrir það að gefast aldrei upp. Maður leiksins að öðrum ólöstuðum í Reynisliðinu var Elvar Sigurjónsson.

Tölfræði Reynis.
Alfreð 14 stig , 1/5 vítum
Elvar 14 stig , 0/1 vítum
Eðvald  12 stig , ½ vítum , 1 þrist
Birgir 9 stig , 5/6 vítum
Sævar  7 stig , 3/6 vítum
Rúnar  4 stig , 2/2 vítum
Ólafur  3 stig , ½ vítum
Garðar 2 stig