Samstarfssamningar undirritaðir

Í gærkvöldi voru undirritaðir tveir sammstarfssamningar félaga af Suðurnesjum í Reynisheimilinu.

Annars vegar undirrituðu Ari Gylfason formaður Reynis og Jón Ragnar Ástþórsson, formaður Víðis, samstarfssamning um að senda sameiginlegt lið Reynis/Víðis til keppni í 2.flokki karla. En 2.flokkur karla hefur ekki verið í gangi hjá félögunum tveim um nokkurt skeið.

Það voru svo formenn unglingaráða félagana Reynis, Víðis og Keflavíkur sem undirrituðu samstarfssamning um 3., 4., og 5. flokk stúlkna. 3.flokkur stúlkna hefur verið sameinaður hjá þessum félögum undanfarin tvö ár og reynst vel, því var ákveðið að efla samstarf félaganna enn frekar.

 

Smári Helgason, Ómar Svavarsson og Hannes Tryggvason, formenn unglingaráða félaganna undirrita samninginn.
image-3283

Smári Helgason, Ómar Svavarsson og Hannes Tryggvason, formenn unglingaráða félaganna undirrita samninginn.

Ari Gylfason formaður Reynis og Jón Ragnar Ástþórsson formaður Víðis handsala samning um 2.flokk karla
image-3284

Ari Gylfason formaður Reynis og Jón Ragnar Ástþórsson formaður Víðis handsala samning um 2.flokk karla